„Rasisminn hefur unnið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 23:30 Antonio Rüdiger í leiknum við Tottenham í gær. vísir/getty „Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rüdiger varð fyrir barðinu á kynþáttaníði frá áhorfendum í leik með Chelsea á Tottenham-leikvanginum í desember síðastliðnum. Tottenham og lögreglan hófu hvort um sig rannsókn á málinu en engar sannanir fundust fyrir fullyrðingum Rüdigers og því var ekki fleira aðhafst. Rüdiger, sem mátti þola baul frá hluta stuðningsmanna Tottenham í 2-1 sigri Chelsea í gær, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Sky í Þýskalandi: „Rasisminn hefur unnið. Hinir brotlegu munu geta mætt aftur á leikvanginn sem sýnir að þetta fólk hefur unnið,“ sagði Rüdiger, greinilega vonsvikinn yfir ráðaleysi yfirvalda. „Þetta snýst ekki bara um mig heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Þeim er aldrei refsað og á endanum er ég gerður að blóraböggli. Ég mun ekki gefast upp og ég hætti aldrei að láta rödd mína heyrast. Ég mun alltaf vera tilbúinn að láta í mér heyra en hvað þetta mál varðar þá stend ég einn,“ sagði Rüdiger, og bætti við: „Ef að ekkert breytist, ef að ungir krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi, þá töpum við. Við verðum að tala um hlutina af hreinskilni.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00 Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
„Þetta er skelfilegt. Ég varð pabbi síðasta fimmtudag og maður hugsar með sér að samfélagið sé ekki komið nógu langt í baráttunni gegn kynþáttaníði og að það muni bitna á börnunum mínum líka,“ segir Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Rüdiger varð fyrir barðinu á kynþáttaníði frá áhorfendum í leik með Chelsea á Tottenham-leikvanginum í desember síðastliðnum. Tottenham og lögreglan hófu hvort um sig rannsókn á málinu en engar sannanir fundust fyrir fullyrðingum Rüdigers og því var ekki fleira aðhafst. Rüdiger, sem mátti þola baul frá hluta stuðningsmanna Tottenham í 2-1 sigri Chelsea í gær, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við Sky í Þýskalandi: „Rasisminn hefur unnið. Hinir brotlegu munu geta mætt aftur á leikvanginn sem sýnir að þetta fólk hefur unnið,“ sagði Rüdiger, greinilega vonsvikinn yfir ráðaleysi yfirvalda. „Þetta snýst ekki bara um mig heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er. Þeim er aldrei refsað og á endanum er ég gerður að blóraböggli. Ég mun ekki gefast upp og ég hætti aldrei að láta rödd mína heyrast. Ég mun alltaf vera tilbúinn að láta í mér heyra en hvað þetta mál varðar þá stend ég einn,“ sagði Rüdiger, og bætti við: „Ef að ekkert breytist, ef að ungir krakkar fá ekki góða menntun og uppeldi, þá töpum við. Við verðum að tala um hlutina af hreinskilni.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00 Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Hefði átt að stöðva Tottenham-Chelsea vegna kynþáttaníðs Í þrígang bað vallarþulur á Tottenham leikvangnum áhorfendur um að kynþáttafordómum úr stúkunni myndi linna án árangurs. 22. desember 2019 21:00
Neville: Leikmenn ættu að ganga af velli til að mótmæla kynþáttaníði Antonio Rüdiger, varnarmaður Chelsea, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 23. desember 2019 12:00