Solskjær: Fernandes blanda af Scholes og Veron Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Bruno Fernandes skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. vísir/getty „Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
„Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45
Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00
Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30
Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30
Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03