FH-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla | Piltamet og tvö mótsmet Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 17:22 Kristján Viggó Sigfinnsson bætti piltamet sitt. mynd/frí FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Sjá meira
Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41