„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.Þórunn er einnig sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Landgræðslan. „Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira