Fyrsti sigur Palace síðan á annan í jólum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Crystal Palace fagna með hetju dagsins, Patrick van Aanholt.
Leikmenn Crystal Palace fagna með hetju dagsins, Patrick van Aanholt. vísir/getty

Crystal Palace vann sinn fyrsta leik síðan á öðrum degi jóla í fyrra þegar liðið lagði Newcastle United að velli, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Patrick van Aanholt skoraði eina mark leiksins á 44. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu. Valentino Lazaro, leikmaður Newcastle, var rekinn af velli í uppbótartíma fyrir að brjóta á Wilfried Zaha sem var sloppinn í gegn.



Með sigrinum komst Palace upp í 13. sæti deildarinnar. Newcastle, sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum, er í 14. sætinu.

Eftir tvö töp í röð sigraði Southampton Aston Villa, 2-0, á heimavelli. Shane Long kom Dýrlingunum yfir á 8. mínútu og Stuart Armstrong skoraði svo annað mark þeirra í uppbótartíma.

Southampton er í 12. sæti deildarinnar en Villa í því sautjánda.

Þá gerðu Sheffield United og Brighton 1-1 jafntefli á Bramall Lane.

Enda Stevens kom Sheffield United yfir á 26. mínútu en Neal Maupay jafnaði fjórum mínútum síðar.

Sheffield United er í 6. sæti deildarinnar en Brighton í því fimmtánda.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira