Enski boltinn

Myndbandsdómarar viðurkenna að Lo Celso hefði átt að fá rautt spjald

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Azpilicueta liggur eftir viðskiptin við Lo Celso.
Azpilicueta liggur eftir viðskiptin við Lo Celso. vísir/getty

VAR hefur viðurkennt að Giovani Lo Celso hefði átt að fá rauða spjaldið fyrir að traðka á Cesar Azpilicueta í leik Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea vann leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Í stöðunni 2-0 í seinni hálfleik steig Lo Celso ofan á fótinn á Azpilicueta.

Dómarinn Michael Oliver aðhafðist ekkert en atvikið var skoðað á myndbandi.

Þrátt fyrir að brotið væri nokkuð augljóst slapp Lo Celso við refsingu.

Seinna viðurkenndu dómararnir í VAR-herberginu í Stockley Park að þeir hefðu gert mistök með því að reka Lo Celso ekki af velli.

Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem andstæðingur Chelsea sleppur við rauða spjaldið. Fyrirliði Manchester United fékk ekki refsingu þegar hann sparkaði í Michy Batshuayi í leik liðanna á mánudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×