Enski boltinn

City ræður stjörnulögmann sem fær 3,3 milljónir í daglaun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Pannick þykir einn fremsti lögmaður Bretlands.
David Pannick þykir einn fremsti lögmaður Bretlands. vísir/getty

Manchester City hefur ráðið stjörnulögmann til að hjálpa sér í baráttunni við UEFA. Sá heitir David Pannick og kom í tvígang í veg fyrir að Bretland gengi úr Evrópusambandinu.

Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu vegna brots á reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi.

City er ekki sátt við vinnubrögð UEFA í málinu og ætlar að áfrýja dómnum til Alþjóða íþróttadómstólsins.

Pannick er sannkallaður þungavigtarlögmaður og þykir einn sá fremsti í sínu fagi í Bretlandi.

Hann aðstoðaði m.a. fjárfestirinn Ginu Miller í baráttu hennar gegn því að Theresa May og Boris Johnson færu með Bretland úr Evrópusambandinu.

Pannick gefur ekki vinnu sína en talið er að City þurfi að greiða honum 20.000 pund, eða rúmar 3,3 milljónir íslenskra króna, fyrir hvern dag sem hann vinnur fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×