Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2020 23:15 Frá Bíldsfelli 3. Nýbýlið Bíldsbrún sést ofar. Stöð 2/Einar Árnason. Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00