Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 21:42 Sanders er efstur í forvali demókrata án þess að hafa fengið meirihluta atkvæða. Rússar eru sagðir reyna að hjálpa framboði hans með það fyrir augum að ala á sundrung innan flokksins. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45