Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 18:07 Raheem Sterling og félagar eiga fyrir höndum erfiðan leik við Leicester á morgun. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira