Frambjóðendur í fjárhagskröggum Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 12:40 Mike Bloomberg, til vinstri, og Bernie Sanders, til hægri, eru þeir einu meðal stóru frambjóðendanna sem virðast eiga nóg í kosningasjóðum sínum. AP/John Locher Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins eiga flestir í töluverðum fjárhagsvandræðum. Joe Biden, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Elizabeth Warren berjast nú í bökkum við að framboð þeirra fari ekki á hausinn fyrir „ofurþriðjudaginn“ svokallaða þann þriðja mars. Öll hafa þau gefið út neyðarkall eftir framlögum. Tveir frambjóðendur eru þó í mun betri stöðu. Það eru þeir Bernie Sanders og milljarðamæringurinn Mike Bloomberg. Í byrjun febrúar sat Sanders á 17 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Joe Biden átti þá 7,1 milljón, Buttigieg átti 6,6, Klobuchar átti 2,9 og Warren 2,3. Bloomberg, er nokkurs konar svindlkall. Hann er metinn á rúmlega 60 milljarða dala og hefur þegar varið gífurlegum fjármunum í framboð sitt. Á morgun fer fram forval í Nevada og svo í Suður-Karólínu laugardaginn 29. febrúar. Þann þriðja mars verða þó um þriðjungur landsfundarfulltrúa í boði þar sem forvöl fara fram í fjórtán ríkjum. Í kjölfar þess er nánast öruggt að einhverjir frambjóðendur og jafnvel flestir muni hellast úr lestinni og gefast upp. „Við erum að etja kappi við milljarðamæring sem er að henda gífurlegum fjárhæðum í sjónvarpsauglýsingar í stað þess að standa í kosningabaráttu,“ skrifaði Buttigieg í tölvupóst til stuðningsmanna sinna. „Við þurfum að safna töluverðri upphæð, um þrettán milljónum, fyrir ofurþriðjudag til að vera samkeppnishæf.“ Hann safnaði einungis 6,2 milljónum í janúar. Samkvæmt frétt Politico sitja helstu bakhjarlar Demókrataflokksins á sér þessa dagana og fylgjast með Bernie Sanders. Hann virðist sífellt líklegri til að hljóta tilnefningu flokksins en margir innanflokksmenn óttast að Sanders geti ekki sigrað Donald Trump. Því eru þeir ragir við að láta fé af hendi rakna gegn Sanders, hvort sem það yrði í gegnum auglýsingar eða beint til annarra frambjóðanda, og valda þannig deilum meðal kjósenda Demókrataflokksins og draga enn frekar úr sigurlíkum Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira