Krefjast aukinna aðgerða og halda mótmælum áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 12:13 Björgum jöklunum voru skilaboð þessa mótmælanda við Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Vilhelm Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm
Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira