Að takast á við óvissu Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 15:15 Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum nú sem aldrei fyrr að takast á við umhverfi og líf sem einkennist af töluverðri óvissu. Við stöndum flest frammi fyrir áskorunum sem gera okkur lífið stundum erfitt og flókið og undanfarnir mánuður hafa fyrir marga verið afar krefjandi. Þegar COVID veiran ruddist inn í líf okkar óboðin höfðum við allt í einu litla stjórn á daglegu lífi okkar. Áhrifin auðvitað margvísleg; veikindi, dauðsföll, ótti við smit og að smita aðra, breytt plön, einmanleiki, atvinnumissir og fjárhagsáhyggjur. Í fyrstu bylgju svokallaðri vorum við að reyna að feta veginn, læra á nýtt fyrirkomulag og leggja okkar af mörkum til að sigra veiruna, klára kapphlaupið svo við gætum hafið hefbundið líf á nýjan leik með samveru, knúsi, íþróttaleikjum, gleðskap, hitta vinnufélaga/skólafélaga og öllu því sem við í venjulegu árferði tökum sem sjálfsögðum hlut. Það var því kærkomið að fá COVID hlé í nokkrar vikur í sumar, sigurtilfinningin sveif yfir og við vorum frelsinu fegin, kunnum að meta það sem við áður höfðum stundum gengið að sem vísu. Auðvitað vissum við að von gæti verið á smitum hér á ný enda verið vel upplýst af okkar frábæra fólki í brúnni. Margir upplifðu ótta þegar smitum fór að fjölga á ný, sem er eðlilegt viðbragð þegar maður veit ekki hvað er framundan. Mun ástandið verða svipað og það var í vetur?, verður það kannski verra?, mun ég eða fjölskylda og vinir veikjast eða getum við ekki hitt ástvini okkar?, þess háttar hugsanir verða fyrir suma ansi ágengar. Hvernig getum við tekist á við þessa óvissu og áskoranir til lengri tíma nú þegar ljóst er að við þurfum að læra að lifa með því að veiran skjóti upp kollinum annað veifið og reglur munu stjórnast af útbreiðslu hennar. Oft reynist ágætis bjargráð að velta fyrir sér hvað hefur gagnast manni áður þegar maður hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og óvissu. Fyrir marga er það að deila áhyggjum með einhverjum sem maður treystir, halda einhverri rútínu, vera í virkni, hreyfa sig, ná hæfilegum svefni, stunda hugleiðslu og slökun. Takmörkun á lestri frétta tengdum COVID getur reynst nauðsynlegt fyrir þá sem hafa miklar áhyggjur. Ágætt er einnig að einblína frekar á hvað er hægt að gera fremur en að svekkja sig á því hvað er ekki hægt í stöðunni. Margt er nefnilega vel mögulegt þó að það sé með öðrum leiðum en áður. Reynum að finna út úr því hverju við höfum sjálf stjórn á og sinnum því. Leyfum okkur að upplifa alls konar tilfinningar og tökumst á við þær. Við erum vön að lifa við margs konar hættur í umhverfi okkar og höfum komið okkur upp aðferðum til að höndla þær. Til dæmis vitum við af hættum í umferðinni en látum það ekki hindra okkur í að komast leiðar okkar, við sinnum forvörnum og umferðarreglum til að minnka hættu á slysum. Eins sinnum við sóttvörnum og lútum reglum til að forðast hættu á COVID smiti en reynum að láta hugsanir um „hvað ef eitthvað hræðilegt gerist” ekki stjórna lífi okkar. Sem betur fer erum við öll ólík og tökumst á við viðfangsefni lífsins á mismunandi hátt, sumir eiga auðveldara með óvissu meðan aðrir höndla slíkt ástand ekki eins vel. Aðstoð við að takast á við erfiða líðan er víða að fá, svo sem hjá heilsugæslu, þjónustumiðstöðvum og félagasamtökum. Einnig er vert að minna á að Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn. Góða samantekt á bjargráðum og úrræðum varðandi líðan má einnig finna á COVID.is Notum seigluna okkar og leitum stuðnings eftir þörfum. Hugum að líðan okkar sjálfra og náunganum - við erum í þessu öll saman. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða kross Íslands.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun