Rooney skoraði úr Panenka-víti í afmælisleiknum Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 21:30 Wayne Rooney skoraði úr þessari skemmtilegu vítaspyrnu. vísir/getty Derby og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var 500. deildarleikur Wayne Rooney á Englandi og hann skoraði mark Derby. Rooney kom Derby yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem hann skoraði með lúmskri Panenka-spyrnu. Aleksandar Mitrovic jafnaði metin fyrir gestina frá Lundúnum á 71. mínútu og þar við sat. Fulham missti þar með af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í úrvalsdeild en liðið er í 3. sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir Leeds og sex stigum á eftir toppliði West Brom, sem bæði eiga leik til góða á Fulham. Derby er í 12. sæti með 45 stig, átta stigum frá umspili. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. 21. febrúar 2020 15:00
Derby og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var 500. deildarleikur Wayne Rooney á Englandi og hann skoraði mark Derby. Rooney kom Derby yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem hann skoraði með lúmskri Panenka-spyrnu. Aleksandar Mitrovic jafnaði metin fyrir gestina frá Lundúnum á 71. mínútu og þar við sat. Fulham missti þar með af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í úrvalsdeild en liðið er í 3. sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir Leeds og sex stigum á eftir toppliði West Brom, sem bæði eiga leik til góða á Fulham. Derby er í 12. sæti með 45 stig, átta stigum frá umspili.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. 21. febrúar 2020 15:00
Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. 21. febrúar 2020 15:00