Ronaldo jafnaði met í þúsundasta leiknum sínum 22. febrúar 2020 18:45 Cristiano Ronaldo fagnar marki númer 725 í 1000. leik sínum á ferlinum. vísir/getty Cristiano Ronaldo hélt upp á sinn þúsundasta fótboltaleik með því að skora í 2-1 sigri Juventus gegn SPAL á útivelli. Hann jafnaði met með því að skora í ellefta deildarleik sínum í röð. Ronaldo hefur skorað í öllum leikjum sínum í ítölsku A-deildinni frá og með leiknum við Sassuolo þann 1. desember. Alls hefur hann skorað 16 mörk í þessum 11 leikjum. Hann jafnaði met Gabriel Batistuta og Fabio Quagliarella yfir að skora í flestum deildarleikjum í röð á Ítalíu. Ronaldo hefur nú leikið 836 leiki fyrir félagslið sín á ferlinum og 164 landsleiki fyrir Portúgal, eða alls 1.000 leiki. Í þeim hefur hann skorað 725 mörk. Aaron Ramsey skoraði seinna mark Juventus en SPAL hleypti aftur spennu í leikinn með marki frá Andrea Petagna úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Juventus er nú með 60 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Lazio sem á leik til góða á morgun. SPAL er á botninum með aðeins 15 stig. Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo hélt upp á sinn þúsundasta fótboltaleik með því að skora í 2-1 sigri Juventus gegn SPAL á útivelli. Hann jafnaði met með því að skora í ellefta deildarleik sínum í röð. Ronaldo hefur skorað í öllum leikjum sínum í ítölsku A-deildinni frá og með leiknum við Sassuolo þann 1. desember. Alls hefur hann skorað 16 mörk í þessum 11 leikjum. Hann jafnaði met Gabriel Batistuta og Fabio Quagliarella yfir að skora í flestum deildarleikjum í röð á Ítalíu. Ronaldo hefur nú leikið 836 leiki fyrir félagslið sín á ferlinum og 164 landsleiki fyrir Portúgal, eða alls 1.000 leiki. Í þeim hefur hann skorað 725 mörk. Aaron Ramsey skoraði seinna mark Juventus en SPAL hleypti aftur spennu í leikinn með marki frá Andrea Petagna úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Juventus er nú með 60 stig á toppi deildarinnar, sex stigum á undan Lazio sem á leik til góða á morgun. SPAL er á botninum með aðeins 15 stig.