Mourinho fór tómhentur af gamla heimavellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2020 14:15 Giroud nýtti tækifærið í byrjunarliði Chelsea vel. vísir/getty Eftir fjóra leiki í röð án sigurs vann Chelsea Tottenham, 2-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fór því tómhentur af sínum gamla heimavelli. Hann gerði Chelsea þrisvar að Englandsmeisturum á sínum tíma. Hans menn áttu ekki mikla möguleika í leiknum á Stamford Bridge í dag. Olivier Giroud fékk tækifæri í byrjunarliði Chelsea og þakkaði traustið með marki á 15. mínútu. Á 48. mínútu skoraði Marcos Alonso annað mark heimamanna með föstu skoti í fjærhornið. Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, var heppinn að sleppa við rauða spjaldið þegar hann traðkaði á Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antonio Rüdiger sjálfsmark og minnkaði muninn í 2-1. Nær komust gestirnir ekki og heimamenn fögnuðu langþráðum sigri. Chelsea er nú með fjögurra stiga forskot á Tottenham í 4. sæti deildarinnar. Chelsea vann báða deildarleikina gegn Spurs á þessu tímabili. Enski boltinn
Eftir fjóra leiki í röð án sigurs vann Chelsea Tottenham, 2-1, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, fór því tómhentur af sínum gamla heimavelli. Hann gerði Chelsea þrisvar að Englandsmeisturum á sínum tíma. Hans menn áttu ekki mikla möguleika í leiknum á Stamford Bridge í dag. Olivier Giroud fékk tækifæri í byrjunarliði Chelsea og þakkaði traustið með marki á 15. mínútu. Á 48. mínútu skoraði Marcos Alonso annað mark heimamanna með föstu skoti í fjærhornið. Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, var heppinn að sleppa við rauða spjaldið þegar hann traðkaði á Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antonio Rüdiger sjálfsmark og minnkaði muninn í 2-1. Nær komust gestirnir ekki og heimamenn fögnuðu langþráðum sigri. Chelsea er nú með fjögurra stiga forskot á Tottenham í 4. sæti deildarinnar. Chelsea vann báða deildarleikina gegn Spurs á þessu tímabili.