„Ég er örugglega frekur karl“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 12:23 Daníel Jakobsson var bæjarstjóri á Ísafirði frá 2010 til 2014. Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. Guðmundur greindi frá því á Facebook í morgun að fjölskyldan ætlaði að flytja frá Ísafirði. Þeim líði ekki vel og telji sig ekki velkomin í samfélaginu. Guðmundur er uppalinn á svæðinu, í Bolungarvík, og sneri heim til að taka við starfi bæjarstjóra. „Hér líður okkur ekki lengur vel. Atburðir síðustu vikna hafa gert það að verkum. Ekki síst þær furðuskýringar sem grasserað hafa í kjölfar starfslokanna. En þetta er eins og það er. Við sjáum sæng okkar upp reidda og viljum ekki vera hluti af samfélagi þar sem fyrirferðamiklar stjórnmálahreyfingar umbera fantabrögð freka kallsins og dreifa svo rógburði til að réttlæta þau,“ segir Guðmundur. Ekki vinir á Facebook Daníel Jakobsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði sem á flesta bæjarfulltrúa í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum. „Við Guðmundur erum ekki vinir á Facebook,“ sagði Daníel aðspurður hvort hann hefði séð kveðju bæjarstjórans fyrrverandi. Aðspurður hvort hann tengi við ummælin um frekan karl, sem Guðmundur vísar til, svarar Daníel: „Ég er örugglega frekur karl.“ Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Engar aðrar upplýsingar en ólík sýn hans og bæjarstjórnar var gefin á uppsögninni.Vísir/Egill Hann segir líklega litlu við málið að bæta og betra að ræða við Guðmund um hans upplifun. Um sé að ræða starfsmannamál eins og hvert annað. „Ég get bara bent á að ég á þrjátíu ára farsælan stjórnunarferil að því ég best veit. Ég hef ekki lent upp á kant við marga aðila á mínum ferli.“ Leitt að Guðmundur upplifi sig sem útlaga Hann telji að flestum finnist ákaflega gott að búa í Ísafjarðarbæ. „Mér þykir mjög gott að búa hérna. Það er ótrúlega fínt fólk hér, frábær tækifæri og mikill uppgangur,“ segir Daníel sem er fyrrverandi bæjarstjóri fyrir vestan. Hann er sömuleiðis áberandi í ferðaþjónustunni fyrir vestan en þau hjónin hafa verið í hótelrekstri og eiga meðal annars Hótel Ísafjörð. Daníel var bæjarstjóraefni flokksins en Framsókn gerði kröfu, í samkomulagi um meirihlutasamstarf, að faglegur bæjarstjóri yrði ráðinn. „Þegar fólk vill ekki búa hérna og upplifir sig sem einhvern útlaga þá er það auðvitað mjög leitt. Fari það fólk í friði,“ segir Daníel. Enginn vafi sé á því að eftirsjá verði af fjölskyldunni fyrir vestan. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að kastast hefði í kekki á milli þeirra Daníels og Guðmundar á bæjarstjórnarfundi í aðdraganda þess að Guðmundur hætti störfum. Daníel hafnar þessu alfarið í samtali við Vísi.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Uppnám í Ísafjarðarbæ tveimur vikum eftir snjóflóðin Guðmundur Gunnarsson, sem lætur í dag af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir aðdragandann að starfslokunum hafa verið stuttan. 27. janúar 2020 10:59
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47