Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe/ Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira