Erlent

Biden formlega útnefndur af Demókrataflokknum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/DNC

Joe Biden var í nótt formlega útnefndur sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer aðallega fram í gegnum netið.

'Tveir fyrrverandi forsetar, þeir Bill Clinton og Jimmy Carter töluðu honum til heiðurs í gærkvöldi og þá lét Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra George Bush yngri líka í sér heyra, Biden til stuðnings.

Að því loknu var hann valinn forsetaefni af kjörmönnum úr hverju ríki, eins og lög flokksins segja til um, en athöfnin er að mestu formleg.

Þetta er í þriðja sinn sem Biden gerir tilraun til að verða forsetaefni Demókrata, fyrri skiptin voru 1988 og 2008. Hann varð síðan varaforseti Baracks Obama.

Biden er með nokkuð forskot á Donald Trump núverandi forseta í flestum könnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×