Neyðarástand í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 09:04 Slökkviliðsmenn leita skjóls í bílum sínum vegna gróðurelds í gær. AP/Kent Porter Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020 Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt. Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu. Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku. Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða. That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. 17. ágúst 2020 11:15