Íslenski boltinn

„Það er hræðilegt að horfa upp á þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fjölnismanna í sumar.
Úr leik Fjölnismanna í sumar. vísir/daníel

Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni voru ekki hrifnir af varnarleik Fjölnis í 3-1 tapinu gegn HK um helgina.

Fjölnir er enn án sigurs í Pepsi Max deildinni þetta sumarið og eru nýliðarnir í fallsæti.

Guðmundur Benediktsson, Atli Viðar Björnsson og Þorkell Máni Pétursson ræddu lið Fjölnis og slakan varnarleik þeirra í Pepsi Max stúkunni á mánudagskvöldið.

„Þetta er rosalega erfitt. Þeir þurfa ekki að hjálpa andstæðingum sínum svona rosalega mikið eins og þeir gera. Þeir gefa mörk í fleirtölu í hverjum einasta leik. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Atli Viðar.

HK var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson sá til þess að staðan var markalaus í hálfleik.

„Atli Gunnar markmaður hélt þeim inni í þessum leik í fyrri hálfleik og þeir meira að segja fengu færi í lok fyrri hálfleiks til að stela marki, ef svo má segja, og komast í 1-0. Svo hélt bara sama áfram eftir hlé.“

Þorkell Máni Pétursson tók í svipaðan streng.

„Ási sagði í einhverju viðtalinu að í kórónuveiruhléinu hefðu þeir verið að vinna með vörnina og það gekk ekki vel í þessum leik. Þeir voru að reyna spila út úr vörninni og þeir réðu ekki endilega við það.“

Klippa: Pepsi Max stúkan - Lánlausir Fjölnismenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×