Henderson verður einn sá launahæsti með nýjum samning | Arftakinn kominn til Sheffield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 17:45 Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi. Vísir/Sky Sports Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30
Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00