Fjölnismenn sviknir um tíu stig í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 13:30 Fjölnismenn ættu að vera með mun fleri stig ef marka má frammistöðu þeirra í sumar. Hér er fyrirliðinn Hans Viktor Guðmundsson í leik á móti Stjörnunni. Vísir/HAG Botnlið Fjölnismanna er í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að uppskera ekki stig í samræmi við frammistöðuna inn á vellinum. Fjölnisliðið situr á botni Pepsi Max deildar karla með aðeins þrjú stig. Frammistaða liðsins hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þann stigafjölda ef marka tölfræðiþjónustuna Wyscout. Ef skoðaðar eru markalíkur í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals) þá kemur í ljós að Fjölnir hefur gert nóg inn á vellinum til að vera í sjöunda sæti en ekki því tólfta og síðasta. Stjarnan, Fylkir, HK, KA og Grótta ættu öll að vera fyrir neðan Fjölni út frá þeim marktækifærum sem liðin hafa skapað í sínum leikjum. Fjölnismenn ættu að vera búnir að skora 3,2 fleiri mörk og fá á sig 11,1 færri mörk. Það ætti síðan að leiða til þess að Fjölnir ætti að vera með 13,1 stig en ekki bara 3 stig. Fjölnir fær Víking í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld en þetta eru einmitt þau tvö lið sem hafa verið svikinn um flest stig í deildinni í sumar. Það er reyndar mikill munur á þeim því Víkingar ættu „bara“ að vera með 2,9 fleiri stig á móti 10,1 stigi sem Fjölnisliðið ætti að vera með í viðbót við þau þrjú sem liðið er með. Stjörnumenn eru síðan á hinum endanum því þeir eru með 6,4 stigum ofaukið miðað við frammistöðu liðsins inn á vellinum samkvæmt úttekt Wyscout. Fylkir og FH hafa líka of mikið af stigum og sömu sögu má segja af toppliði Vals og liði HK. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála út frá markalíkum í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals). Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Botnlið Fjölnismanna er í algjörum sérflokki í Pepsi Max deild karla þegar kemur að því að uppskera ekki stig í samræmi við frammistöðuna inn á vellinum. Fjölnisliðið situr á botni Pepsi Max deildar karla með aðeins þrjú stig. Frammistaða liðsins hefur hins vegar ekki verið í samræmi við þann stigafjölda ef marka tölfræðiþjónustuna Wyscout. Ef skoðaðar eru markalíkur í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals) þá kemur í ljós að Fjölnir hefur gert nóg inn á vellinum til að vera í sjöunda sæti en ekki því tólfta og síðasta. Stjarnan, Fylkir, HK, KA og Grótta ættu öll að vera fyrir neðan Fjölni út frá þeim marktækifærum sem liðin hafa skapað í sínum leikjum. Fjölnismenn ættu að vera búnir að skora 3,2 fleiri mörk og fá á sig 11,1 færri mörk. Það ætti síðan að leiða til þess að Fjölnir ætti að vera með 13,1 stig en ekki bara 3 stig. Fjölnir fær Víking í heimsókn í Pepsi Max deild karla í kvöld en þetta eru einmitt þau tvö lið sem hafa verið svikinn um flest stig í deildinni í sumar. Það er reyndar mikill munur á þeim því Víkingar ættu „bara“ að vera með 2,9 fleiri stig á móti 10,1 stigi sem Fjölnisliðið ætti að vera með í viðbót við þau þrjú sem liðið er með. Stjörnumenn eru síðan á hinum endanum því þeir eru með 6,4 stigum ofaukið miðað við frammistöðu liðsins inn á vellinum samkvæmt úttekt Wyscout. Fylkir og FH hafa líka of mikið af stigum og sömu sögu má segja af toppliði Vals og liði HK. Hér fyrir neðan má sjá stöðu mála út frá markalíkum í marktækifærum liðanna í sumar (XG - Expected goals). Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö.
Munur á raunverulegum stigum liðanna og þeim sem þau ættu að vera með: Lið með of fá stig miðað við frammistöðu (Stig sem vantar samkvæmt Wyscout) Fjölnir -10,1 Víkingur R. -2,9 ÍA -1,7 Breiðablik -1,3 Grótta -0,9 KA -0,7 KR -0,2 Lið með of mörg stig miðað við frammistöðu (Stigum ofaukið samkvæmt Wyscout) Stjarnan +6,4 Fylkir +4,9 FH +2,4 Valur +1,7 HK +1,0
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira