Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 11:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. Það gerði forsetinn vegna þess að það fólk sem aðhyllist Qanon „líkar vel við mig,“ eins og hann orðaði það á blaðamannafundi í gær. Í stuttu máli sagt, þá snýst þessi hreyfing um það að Trump sé að há leynilega baráttu gegn neti djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórna heiminum á bakvið tjöldin og neyta blóðs barna til að halda sér ungir. Þar að auki fylgja hreyfingunni aðrar innihaldslausar samsæriskenningar um skotárásir, bóluefni, að bylgjur frá 5G sendum valdi Covid-19 og ýmislegt annað. Stuðningsmenn hreyfingarinnar hafa framið ofbeldi í Bandaríkjunum. Hreyfingin hefur verið að auka umsvif sín í Bandaríkjunum og til að mynda eru þó nokkrir stuðningsmenn hennar að bjóða sig fram til þings. Af þeim er Marjorie Taylor Greene líklegast sú eina sem mun ná á þing en hún vann nýverið forval Repúblikanaflokksins í kjördæmi sínu í Georgíu. Hún hefur ítrekað lýst stuðningi sínum við Qanon auk þess sem hún hefur einnig ítrekað send frá sér rasískar færslur á samfélagsmiðlum. Trump lýsti henni á Twitter sem rísandi stjörnu Repúblikanaflokksins. Congratulations to future Republican Star Marjorie Taylor Greene on a big Congressional primary win in Georgia against a very tough and smart opponent. Marjorie is strong on everything and never gives up - a real WINNER!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2020 Trump var spurður út í hreyfinguna á blaðamannafundi í gær þar sagðist hann ekki vita mikið um hana, annað en það að meðlimum hennar væri vel við hann. Það kynni hann að meta. Hann sagðist einnig hafa heyrt af auknum vinsældum Qanon og sagði að fólk þetta elskaði Bandaríkin. Hann væri að berjast gegn því að vinstri sinnuð öfl rústuðu Bandaríkjunum og í kjölfarið heiminum öllum. Þegar blaðamaður kynnti helstu áherslur Qanon fyrir Trump sagði hann: „Á það að vera gott eða slæmt?“ Starfsmenn Facebook fjarlægðu nýverið 790 hópa af samfélagsmiðlinum sem snúa að Qanon. Einnig var gripið til aðgerða gegn fjölmörgum síðum og aðilum á Facebook og Instagram. Til sambærilegra aðgerða hefur verið gripið á Youtube, Twitter, Reddit og öðrum miðlum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59