Enski boltinn

Leeds United ákært vegna fagnaðarláta leikmanna sinna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikjum sínum.
Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikjum sínum. Laurence Griffiths/Getty Images

Þegar það ljóst að Leeds United hefði tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni – eftir 3-1 sigur á Derby County á útivelli – fögnuðu leikmenn liðsins vel og innilega á miðjum Pride Park. 

Var kveikt í nokkrum blysum til að fagna sigrinum og að loks eftir 16 ára bið væri Leeds aftur komið í deild þeirra bestu.

Enska knattspyrnusambandið leyfir ekki notkun blysa á leikvöngum sínum og hefur sambandið því ákært Leeds fyrir atvikið. Hefur félagið til 3. september til að svara ásökunum sambandsins.

Ekki kemur fram í frétt Sky Sports hver refsingin er en eflaust er hún í formi fjársektar. Líklega borga forráðamenn Leeds sektina fstrax svo þeir geti einbeitt sér að því að styrkja leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil.

Leeds fær aldeilis erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar þann 12. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×