Leicester aftur á sigurbraut eftir skógarhlaup Reina og endurkomu Vardy 9. mars 2020 21:45 Hörmulegt úthlaup Reina kostaði mark í dag. vísir/getty Leicester er komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik er liðið vann 4-0 sigur á nýliðum Aston Villa sem er í miklum vandræðum í fallbaráttunni. Leicester var án sigurs í síðustu fjórum leikjum en þeir komust yfir á 40. mínútu. Marc Albrighton gaf sendingu inn fyrir vörn Villa, Pepe Reina ætlaði að koma út úr markinu og reyna stela boltanum. Harvey Barnes var hins vegar á undan Reina í boltann og tók hann framhjá spænska markverðinum. Varnarmenn Villa sem komust á línuna náðu ekki að komast fyrir skot Barnes og Leicester var 1-0 yfir í hálfleik.10 - Aston Villa players have recorded 10 errors leading to goals in the Premier League this season; more than any other side in the competition. Gift. pic.twitter.com/LD6uF5pBiO — OptaJoe (@OptaJoe) March 9, 2020 Það hefur verið markaþurrð hjá Jamie Vardy að undanförnu en hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að dæmd var hendi á Tyron Mings en dómurinn orkaði tvímælis.I can’t believe that handball decision hasn’t been overturned! #var#LEIAVL — Jamie Carragher (@Carra23) March 9, 2020 Vardy var ekki hættur því hann skoraði annað mark á 79. mínútu er hann skaut boltanum á nærstöngina og fimm mínútum fyrir leikslok bætti Harvey Barnes við fjórða markinu. Lokatölur 4-0. Leicester er í 3. sætinu með 53 stig, fjórum stigum á eftir City sem er í öðru sætinu en City á þó leik til góða gegn Arsenal á fimmtudag. Nýliðar Aston Villa eru í 19. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en illa hefur gengið hjá Villa að undanförnu.644 - Jamie Vardy has scored his first Premier League goal since December after going 644 minutes without finding the net. Slotted. pic.twitter.com/50NQWTegtf — OptaJoe (@OptaJoe) March 9, 2020 Enski boltinn
Leicester er komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik er liðið vann 4-0 sigur á nýliðum Aston Villa sem er í miklum vandræðum í fallbaráttunni. Leicester var án sigurs í síðustu fjórum leikjum en þeir komust yfir á 40. mínútu. Marc Albrighton gaf sendingu inn fyrir vörn Villa, Pepe Reina ætlaði að koma út úr markinu og reyna stela boltanum. Harvey Barnes var hins vegar á undan Reina í boltann og tók hann framhjá spænska markverðinum. Varnarmenn Villa sem komust á línuna náðu ekki að komast fyrir skot Barnes og Leicester var 1-0 yfir í hálfleik.10 - Aston Villa players have recorded 10 errors leading to goals in the Premier League this season; more than any other side in the competition. Gift. pic.twitter.com/LD6uF5pBiO — OptaJoe (@OptaJoe) March 9, 2020 Það hefur verið markaþurrð hjá Jamie Vardy að undanförnu en hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að dæmd var hendi á Tyron Mings en dómurinn orkaði tvímælis.I can’t believe that handball decision hasn’t been overturned! #var#LEIAVL — Jamie Carragher (@Carra23) March 9, 2020 Vardy var ekki hættur því hann skoraði annað mark á 79. mínútu er hann skaut boltanum á nærstöngina og fimm mínútum fyrir leikslok bætti Harvey Barnes við fjórða markinu. Lokatölur 4-0. Leicester er í 3. sætinu með 53 stig, fjórum stigum á eftir City sem er í öðru sætinu en City á þó leik til góða gegn Arsenal á fimmtudag. Nýliðar Aston Villa eru í 19. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en illa hefur gengið hjá Villa að undanförnu.644 - Jamie Vardy has scored his first Premier League goal since December after going 644 minutes without finding the net. Slotted. pic.twitter.com/50NQWTegtf — OptaJoe (@OptaJoe) March 9, 2020