Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:28 Kórónuveiruvarnir í Hanoi. Vísir/getty Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið hefur ekki fengið fregnir af því að neinn þeirra sé smitaður af veirunni. Greint var frá meintu kórónuveirusmiti Íslendings í Víetnam í erlendum fjölmiðlum í gær en fregnir af slíku eru þó á reiki. Töluverður viðbúnaður er nú í Hanoi, höfuðborg Víetnam, eftir að tilkynnt var um þrettán kórónuveirusmit í borginni. Smitin eru öll rakin til einstaklinga sem komu til Hanoi með flugi Vietnam Airlines frá London 2. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í frétt Bloomberg sem birt var í gær. Í fréttinni kemur fram að 26 ára kona sem var farþegi í áðurnefndu flugi hafi greinst með kórónuveiru á föstudag. Hún hafði dvalið í London, París og Mílanó. Tveir menn tengdir konunni smituðust í kjölfarið af veirunni og síðar greindist annar farþegi í flugvélinni, 61 árs karlmaður, einnig með veiruna. Hátt í sextíu manns sem tengdust fólkinu voru þá settir í sóttkví. Bloomberg greinir jafnframt frá því að heilbrigðisráðuneyti Víetnam hafi staðfest níu smit til viðbótar í gær. Um sé að ræða erlenda ferðamenn; sjö Breta, einn Mexíkóa og einn Íslending. Breska dagblaðið Telegraph greinir einnig frá því á vef sínum að Íslendingur hafi greinst með veiruna en viðkomandi er þó sagður Íri í öðrum fjölmiðlum. Telegraph ræðir jafnframt við tvo breska bakpokaferðalanga sem sæta nú sóttkví í Víetnam. Þeir láta afar illa af dvöl sinni í sóttkvínni og líkja henni við fangelsisvist.Verða áfram í sambandi við Íslendingana María Mjöll Jónsdóttir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir í samtali við Vísi að borgaraþjónustan viti af fjórum Íslendingum sem sæti nú sóttkví í Víetnam. Ekki sé hins vegar vitað til þess að nokkur þeirra sé smitaður af kórónuveirunni. Þá hafi fólki verið á ferð saman og hafi nýlega verið sett í sóttkví. Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verður áfram í sambandi við Íslendingana.Nokkrir Íslendingar hafa verið í sóttkví á Tenerife síðan í lok febrúar. María segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýsingar um fleiri Íslendinga sem sæti sóttkví erlendis. Alls hafa nú verið staðfest þrjátíu kórónuveirusmit í Víetnam.Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Smitum fækkar hratt í Kína Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. 9. mars 2020 07:39