Gummi Ben í fyrsta sinn á hestbaki: „Guð hjálpi mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. mars 2020 11:00 Gummi Ben viðurkenndi áður en hann fór á bak, að hann treysti ekki hestum. Vísir/Hörður Þórhallsson Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Gummi Ben reyndi ítrekað að hætta við og átti andvökunætur áður en hann fór í fyrsta skiptið á hestbak. Hann veit ekkert um hestamennsku og líkir þessu við að setjast undir stýri án þess að vera með próf. Frumraun hans má sjá í öðrum þætti af mannlífsþættinum Hestalífið. Guðmundur Benediktsson hóf kornungur glæstan feril knattspyrnumanns og var í hópi hinna fremstu á Íslandi þar til meiðsli settu strik í reikninginn. Nú síðustu ár hefur stjarna hans skinið skært í sjónvarpi, með einstökum lýsingum á fótboltaleikjum, og svo sem þáttastjórnandi ekki síst í hinum geysi vinsæla viðtalsþætti Föstudagskvöld með Gumma Ben. Telma Lucinda Tómasson vissi nákvæmlega hver væri besti maðurinn til þess að fara með Gumma í fyrsta útreiðatúrinn, Sóli Hólm. Klippa: Hestalífið - Gummi Ben og Sóli HólmTreysti ekki hestum Íþróttakempan Gummi Ben lætur sér fátt fyrir brjósti brenna, en þegar kemur að hestum bregst honum kjarkurinn. En þá kemur Sóli Hólm til skjalanna, enda vanur hestum frá blautu barnsbeini. Telma Tómasson og Sóli ákveða að bjóða Gumma á bak hjá Sólhestum, hestaleigu sem pabbi Sóla rekur. „Það sem er best við Gumma er að lappirnar á honum eru þannig að það er eins og hann hafi verið á hestbaki síðan hann fæddist, verið á feitri meri,“ segir Sóli áður en þeir byrja. „Mér líður ekki vel satt að segja. Ég treysti ekki þessum dýrum,“ sagði Gummi en skipti svo á skoðun eftir að hann var kominn af stað. „Þetta er reyndar þægilegra en ég hélt. Ég hélt ég myndi ekki ráða neitt við neitt. Að allir hestar væru eins. Bara bilaðir.“ Sóli leiðréttir Gumma snarlega og segir að flestir hestar séu hinir ljúfustu. Að auki sé hann í byrjendaferð, á byrjendahesti, á byrjendahraða. „Þú værir í innanfótarsendingum ef þetta væri fótbolti,” útskýrir hann.Gummi Ben og Sóli Hólm skemmta landsmönnum saman á föstudagskvöldum á Stöð 2.Vísir/HestalífiðStefnan tekin á Ólympíuleikana Gummi var svo fljótur að ná sér í sjálfstraust í hestamennskunni og sagði við Sóla: „Ég held að ég geti orðið íslandsmeistari, jafnvel heimsmeistari.“ Hann lætur ekki þar við sitja og setur sér háleitt markmið þegar þeir ræða um hestaíþróttina og hindrunarstökk á Ólympíuleikunum. „Það er ógeðslega flott. Ég horfi yfirleitt á það ef ég lendi á því; þeir eru að stökkva yfir á tíma og svona. Það er ógeðslega flott. Ég ætla að fara í það. Ég ætla á Ólympíuleika.“Sóli Hólm, Gummi Ben, Telma og hesturinn Simmi VillVísir/Hörður ÞórhallssonÞáttinn í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Mannlífsþátturinn Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00 Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 „Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Stórkostlegur misskilningur að hestamennska sé ekki íþrótt Ég veit alveg hvað þarf til að ná árangri. Af því þetta er alvöru íþrótt, segir Guðmundur landsliðsþjálfari um hestamennskuna. 29. febrúar 2020 11:00
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45
„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. 25. febrúar 2020 13:00