Enski boltinn

Enginn leikmaður Everton fékk lægri einkunn en Gylfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi náði ekki að setja mark sitt á leik Everton og Chelsea.
Gylfi náði ekki að setja mark sitt á leik Everton og Chelsea. vísir/getty
Enginn leikmaður Everton fékk lægri einkunn fyrir frammistöðu sína í 4-0 tapinu fyrir Chelsea hjá Liverpool Echo en Gylfi Þór Sigurðsson.

Íslenski landsliðsmaðurinn fékk þrjá af tíu í einkunn líkt og Djibril Sidibé, Bernard og Tom Davies.

Í umsögn Liverpool Echo segir að Everton hafi þurft að fá góða frammistöðu frá Gylfa en hann hafi ekki skilað sínu.

Þar segir einnig að Gylfi hafi varla snert boltann í fyrri hálfleik og hafi, líkt og Mason Holgate, ekki verið nógu nálægt Olivier Giroud þegar hann kom Chelsea í 4-0 í seinni hálfleik.

Markvörðurinn Jordan Pickford fékk hæstu einkunn leikmanna Everton hjá Liverpool Echo, eða sex. Hann kom í veg fyrir að Chelsea ynni stærri sigur.

Gylfi hefur leikið 26 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar.

Everton, sem er án sigurs í síðustu þremur leikjum sínum, er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 29 leiki.


Tengdar fréttir

Chelsea lék Gylfa og félaga grátt

Chelsea fór á kostum gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og landaði mikilvægum 4-0 sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Ancelotti: Það var allt að okkar frammistöðu

Gylfi Þór Sigurðsson er harðlega gagnrýndur í enskum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína gegn Chelsea í dag. Liðsfélagar hans liggja sömuleiðis undir mikilli gagnrýni og Carlo Ancelotti, stjóri Everton, kveðst ekki hafa séð sitt lið jafn lélegt síðan hann tók við stjórnartaumunum í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×