Liverpool hjartað of stórt til að geta samið við Man Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 10:30 Emre Can fagnar marki með Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Þýski knattspyrnumaðurinn Emre Can gat samið við Manchester United í janúar en gerði það ekki og fór frekar til Borussia Dortmund. Nú hefur hann sagt ástæðuna fyrir því að hann hafnaði tilboði United. Emre Can er nú 26 ára gamall en hann lék með Liverpool á árunum 2014 til 2018. Can fór frá Liverpool til Juventus en í haust kom fljótlega í ljós að hann væri ekki inn í myndinni hjá ítalska knattspyrnustjóranum Maurizio Sarri. Það var því orðið ljóst í janúar að Emre Can væri á förum frá Juventus og mörg lið höfðu áhuga á að semja við hann. Stór hluti þeirra spilar í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann skapaði sér nafn með Liverpool.Liverpool fans will love this https://t.co/HkoMWub499 — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 9, 2020Tottenham og Arsenal voru meðal þeirra liða sem vildu fá Emre Can en hann sjálfur hefur nú sagt frá því að Manchester United vildi líka fá hann til sín. Emre Can ákvað hins vegar að fara til þýska liðsins Borussia Dortmund í staðinn. Hann kom í fyrstu á láni en Dortmund hefur nú keypt hann frá Juventus. „Ég vildi fara til félags þar sem ég get skilað mikilvægu hlutverki og þar sem menn þurfa á mér að halda. Þannig er þetta hjá Dortmund. Borussia hentar mér vel og öfugt,“ sagði Emre Can í viðtali við þýska blaðið Kicker.Can: "Ich hatte allein drei Angebote aus der Premier League" #BLhttps://t.co/bcLED25TYM — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 8, 2020 „Mér stóðu til boða þrjú tilboð frá enskum félögum þar meðal eitt frá Manchester United. Ég hugsaði hins vegar ekki um það í eina sekúndu vegna fortíðar minnar hjá Liverpool,“ sagði Can og Liverpool hjartað er enn til staðar hjá honum. Emre Can hefur stimplað sig vel inn hjá Borussia Dortmund, byrjað síðustu fimm leiki og fjórir þeirra hafa unnist.Emre Can | "I had three Premier League offers alone, including one from Manchester United, but I didn’t think about that for a second because of my Liverpool past." https://t.co/Jsu1BxYLWR#mufc#lfc#bvb — Sport Witness (@Sport_Witness) March 9, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira