Enski boltinn

Klopp: Mun aldrei bera mig saman við Shankly

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. vísir/getty

Liverpool bætti eigið met í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann sinn tuttugasta og annan heimaleik í röð og bætti þar með heimavallaárangur Liverpool liðsins 1972.

Þá var Liverpool undir stjórn Bill Shankly sem stýrði liðinu í ein 15 ár og gerði Liverpool þrívegis að enskum meisturum; eitthvað sem Klopp er að fara að gera í fyrsta sinn í vor.

Klopp var spurður út í samanburð við Shankly eftir að hafa bætt heimavallarmet hans.

„Ég mun aldrei bera mig saman við hann. En þetta er frábært. Við vorum ekki að spá í þessu fyrir leik en eftir leik getum við leyft okkur að pæla í þessu í smá stund. Þetta er skemmtilegt og sérstakt,“ segir Klopp.

„Þessi leikur í dag gefur góða mynd af okkur. Við þurfum að leggja hart að okkur. Við erum ekki snillingar en við getum barist og við ætlum að gera það til enda tímabilsins. Þá sjáum við hvað við uppskerum fyrir það,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×