Enski boltinn

Loks sigur hjá lærisveinum Campbell og Hermanns

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Patrik Sigurður í leik með U21 landsliði Íslands.
Patrik Sigurður í leik með U21 landsliði Íslands. Vísir/Vilhelm

Íslendingalið Southend United vann langþráðan sigur í ensku C-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið fékk Bristol Rovers í heimsókn.

Southend er þjálfað af Sol Campbell, fyrrum leikmanni Tottenham, Arsenal og Portsmouth en aðstoðarmaður hans er Vestmannaeyingurinn Hermann Hreiðarsson.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Southend en íslenski unglingalandsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Southend. Hann er á láni hjá Southend frá enska B-deildarliðinu Brentford.

Southend er í afar slæmri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar, sextán stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðum er ólokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×