Innlent

Svona var sjöundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Ritstjórn skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stendur í ströngu þessa dagana.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stendur í ströngu þessa dagana. visir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. Fundurinn verður einnig sendur út á Stöð 3.

Á fundinum í dag mun Ólafur Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræða aukna getu heilsugæslunnar til að svara fyrirspurnum, þá sérstaklega í gegnum síma og Heilsuveru. Þórólfur Guðnason fjallar um stöðu og þróun mála hér á landi og erlendis og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fjallar um yfirstandandi verkefni almannavarna.

Sem fyrr munu blaðamenn fá tækifæri til að bera fram spurningar. Vísir verður í beinni útsendingu frá fundinum en fundurinn verður táknmálstúlkaður.

Líkt og síðustu daga er tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að öflugri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×