Þingmaðurinn og óboðni næturgesturinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 11:07 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður, vaknaði upp við vondan draum. vísir/vilhelm - getty „Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
„Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni. Kolbeinn lýsir því hvernig hann rauk upp og rýndi í andlit mannsins til að sjá hvort hann þekkti manninn en svo hafi ekki verið. Hann hafi gripið í manninn og ýtt honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út. „Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna.“ Maðurinn hafi reynt að halda uppi samræðum og gera Kolbeini grein fyrir því að fólkið í húsinu við hliðin á ætti erfitt með að komast inn. Kolbeinn segist vissulega hafa heyrt barsmíðar berast þaðan þar sem bankað var á hurð en efst í hans huga hafi verið hvernig maðurinn hafi komist inn til hans. „Um það vildi hann fátt segja, annað en að lífið væri flókið. Það er vissulega rétt en þó var ég ekki tilbúinn í innilegar samræður um það,“ skrifar hann. Þá hófst þingmaðurinn handa við að rannsaka hvernig maðurinn hafi komist inn. „Það var ekki fyrr en eftir að ég var lagstur aftur í rúmið að ég greindi að hurðin sem ég heyrði reglulega skellast aftur var svalahurðin hjá mér og ég kom mér í að loka henni að læsa. Svo fór ég að sofa.“ Morguninn eftir blasti við honum vettvangurinn, sporin eftir næturgestinn á svölunum og slóðin sem lá inn í svefnherbergið. „Þetta vekur upp í mér rannsakandann og helst vil ég fara að taka gifsmót af förunum í snjónum og verða mér út um smásjá. Tilgangurinn er þó óljós. Ég vona bara að aumingja maðurinn hafi komist þangað sem hann ætlaði sér eftir að okkar fundum lauk.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira