Lífið

Hætta við útgáfu endurminninga Woody Allen

Andri Eysteinsson skrifar
Endurminningar Allen áttu að koma út í apríl.
Endurminningar Allen áttu að koma út í apríl. Getty/UNANUE

Bókaútgefandinn Hachette hefur ákveðið að hætta við áform um að gefa út endurminningar verðlaunaleikstjórans Woody Allen vegna ásakana á hendur Allen um kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur hans, Dylan Farrow.

Í yfirlýsingu frá útgefandanum sagði að sambönd fyrirtækisins við rithöfunda væru mjög mikilvæg og ákvörðunin hafi verið erfið. Guardian greinir frá að bókin hafi átt að koma út í apríl næstkomandi.

Allen, sem er orðinn 84 ára gamall, hefur alla tíð neitað ásökunum Farrow. Í tvígang hafa ásakanirnar verið rannsakaðar en Allen hefur aldrei verið kærður fyrir meint brotin.

Upphafleg tilkynning Hachette um útgáfu bókar Allen vakti mikla reiði, sér í lagi hjá Dylan Farrow og bróður hennar, blaðamanninum Ronan Farrow. Afstaða þeirra breytti þó engu en aðgerðir starfsmanna útgefandans höfðu þau áhrif að stefnu Hachette í málinu var breytt. Starfsfólk New York skrifstofu útgefandans hafði þá gengið út í mótmælaskyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×