Segir að heimsbyggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 23:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). vísir/getty Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14