Hvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni? Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 5. mars 2020 12:00 Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar