Íslenski boltinn

Perla Hilmars dugði til jafnteflis við Val | Sjáðu mörkin

Sindri Sverrisson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/bára

Hilmar Árni Halldórsson tryggði Stjörnunni 2-2 jafntefli við Val í Lengjubikarnum í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Mörkin úr leiknum fylgja fréttinni.

Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Vals





Valur var 2-0 eftir fyrri hálfleik eftir glæsilegt mark Einars Karls Ingvarssonar og ágætt mark Sigurðar Egils Lárussonar. Munurinn var enn tvö mörk þar til að um korter lifði leiks en þá fékk Stjarnan vítaspyrnu eftir að brotið var á Jóhanni Laxdal á vítateigslínunni. Hilmar Árni skoraði af miklu öryggi úr vítinu framhjá Hannesi Þór Halldórssyni sem átti góðan leik í marki Vals.

Eftir að Valsmenn höfðu verið betri í fyrri hálfleik voru heimamenn sterkari í seinni hálfleik og þeir náðu að jafna metin þegar Hilmar Árni skoraði með glæsilegu skoti á 81. mínútu.

Valur er nú með sjö stig á toppi 4. riðils A-deildar, stigi á undan Fjölni og ÍBV, og þremur stigum á undan Stjörnunni. Valur hefur leikið fjóra leiki en hin þrjú liðin þrjá. Vestri er í 5. sæti með þrjú stig eftir tvo leiki og Víkingur Ó. með 0 stig í neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×