Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:05 Fjölmargir eru vafalítið svekktir með að árshátíðir falli niður. Um öryggisráðstafanir er að ræða hjá fyrirtækjum. Til þessa hefur sóttvarnalæknir þó ekki mælt sérstaklega með því að blássa samkomur af. Vísir/Vilhelm Samorka, Pósturinn, Össur, Orka Náttúrunnar, Verk og Vit, Byko auk Læknafélags Íslands eru á meðal aðila sem hafa ákveðið að fresta eða blása af samkomur sem fram áttu að fara á næstu vikum. Um er að ræða viðbrögð vegna kórónuveirunnar. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, sem fram átti að fara í næstu viku. Ástæðan er sögð vera útbreiðsla kórónuveirunnar. Samtökin eru ein þeirra fjölmörgu sem ákveðið hafa að aflýsa viðburðum og mannamótum af þessum sökum.Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna COVID-19 hafi verið ákveði að skjóta fyrrnefndum ársfundi á frest. Um varúðarráðstöfun sé að ræða. Þar að auki verði sýningu á „hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum“ einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum. Tilkynnt verði um nýja dagsetningu fyrir ársfundinn og sýninguna við fyrsta tækifæri. Fjölgar í hópnum Samorka bætist þannig í hóp ýmissa fyrirtækja og stofnanna sem hafa aflýst viðburðum á síðustu dögum. Nú síðast bárust þær fregnir að Landsvirkjun hafi ákveðið að fresta ársfundi sínum. Þá hafa fyrirtæki á borð við Össur og Póstinn ákveðið að fresta árshátíðum sínum, auk þess sem að Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað. Orka náttúrnnar hefur ákveðið að loka tímabundið Jarðhitasýningunni í Hellisheiðavirkjun sem 200 gestir sækja að jafnaði á dag yfir vetrartímann. Þá hefur fundum á vegum Læknafélags Íslands sem fara áttu fram í dag og á morgun verið frestað vegna veirunnar. Í gær var greint frá því að sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars hefði verið frestað. Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem halda átti laugardaginn 7. mars næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stjórn hans hafi ekki viljað stuðla að lýðræðishalla á fundum þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Hætta sé á því að fólk sem viðkvæmt sé fyrir kórónuveirusmiti eða eigi ættingja sem eru það veigri sér við að koma á fundi sem þessa. Árshátíð Byko frestað Samkvæmt heimildum Vísis eru fjöldi fyrirtækja, sem ætluðu að halda árshátíð sína á næstu vikum, að íhuga að fresta henni vegna kórónuveirunnar. Þeirra á meðal er Byko sem frestað hefur árshátíðinni sem fara átti fram 28. mars. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur í samráði við fagteymi ÍF ákveðið að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars. Alls hafa verið greind tuttugu smit af kórónuveirunni hér á landi og liðlega þrjú hundruð sitja í sóttkví vegna veirunnar. Veistu um viðburð sem hætt hefur verið við vegna kórónuveirunnar? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Orkumál Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Samorka, Pósturinn, Össur, Orka Náttúrunnar, Verk og Vit, Byko auk Læknafélags Íslands eru á meðal aðila sem hafa ákveðið að fresta eða blása af samkomur sem fram áttu að fara á næstu vikum. Um er að ræða viðbrögð vegna kórónuveirunnar. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, sem fram átti að fara í næstu viku. Ástæðan er sögð vera útbreiðsla kórónuveirunnar. Samtökin eru ein þeirra fjölmörgu sem ákveðið hafa að aflýsa viðburðum og mannamótum af þessum sökum.Í tilkynningu frá Samorku segir að í ljósi þess að hættustigi almannavarna hafi verið lýst yfir vegna COVID-19 hafi verið ákveði að skjóta fyrrnefndum ársfundi á frest. Um varúðarráðstöfun sé að ræða. Þar að auki verði sýningu á „hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum“ einnig frestað, en til hafði staðið að hún færi fram samhliða ársfundinum. Tilkynnt verði um nýja dagsetningu fyrir ársfundinn og sýninguna við fyrsta tækifæri. Fjölgar í hópnum Samorka bætist þannig í hóp ýmissa fyrirtækja og stofnanna sem hafa aflýst viðburðum á síðustu dögum. Nú síðast bárust þær fregnir að Landsvirkjun hafi ákveðið að fresta ársfundi sínum. Þá hafa fyrirtæki á borð við Össur og Póstinn ákveðið að fresta árshátíðum sínum, auk þess sem að Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað. Orka náttúrnnar hefur ákveðið að loka tímabundið Jarðhitasýningunni í Hellisheiðavirkjun sem 200 gestir sækja að jafnaði á dag yfir vetrartímann. Þá hefur fundum á vegum Læknafélags Íslands sem fara áttu fram í dag og á morgun verið frestað vegna veirunnar. Í gær var greint frá því að sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars hefði verið frestað. Flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem halda átti laugardaginn 7. mars næstkomandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stjórn hans hafi ekki viljað stuðla að lýðræðishalla á fundum þar sem stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. Hætta sé á því að fólk sem viðkvæmt sé fyrir kórónuveirusmiti eða eigi ættingja sem eru það veigri sér við að koma á fundi sem þessa. Árshátíð Byko frestað Samkvæmt heimildum Vísis eru fjöldi fyrirtækja, sem ætluðu að halda árshátíð sína á næstu vikum, að íhuga að fresta henni vegna kórónuveirunnar. Þeirra á meðal er Byko sem frestað hefur árshátíðinni sem fara átti fram 28. mars. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra hefur í samráði við fagteymi ÍF ákveðið að fresta Íslandsmóti ÍF í boccia, borðtennis og lyftingum sem og Íslandsleikum Special Olympics í frjálsum íþróttum sem fara áttu fram helgina 13.-15. mars. Alls hafa verið greind tuttugu smit af kórónuveirunni hér á landi og liðlega þrjú hundruð sitja í sóttkví vegna veirunnar. Veistu um viðburð sem hætt hefur verið við vegna kórónuveirunnar? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Orkumál Tengdar fréttir Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ársfundi Landsvirkjunar frestað vegna kórónuveiru Landsvirkjun hefur ákveðið að fresta ársfundi fyrirtækisins sem var á dagskrá á morgun, 5. mars. Ástæðan er varúðarráðstafanir vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 12:00
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11