Sport

Fær rúma tvo milljarða á ári fyrir að lýsa leikjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Romo hlær alla leið í bankann.
Romo hlær alla leið í bankann. vísir/getty

Tony Romo er kominn á ofurlaun hjá CBS en hann hefur slegið í gegn er hann lýsir NFL-leikjum hjá stöðinni. Hann fékk sjaldan svona góð laun á meðan hann var stórstjarna í NFL-deildinni.

Romo var leikstjórnandi Dallas Cowboys og náði aðeins þrisvar sinnum að vera með 17 milljón dollara eða meira á tímabili þar. Hann mun einmitt fá 17 milljón dollara á ári hjá CBS en það samsvarar tæplega 2,2 milljörðum króna. Samningurinn er til fimm ára.

Þessi samningur er algjörlega einstakur því sá launahæsti fram að þessu var John Madden sem fékk 8 milljónir dollara á ári á sínum tíma.

ESPN lagði hart á sig við að stela Romo frá CBS og það hjálpaði til við að launapakkinn varð þetta hár.

Romo er orðinn andlit CBS og mun lýsa golfi ásamt því að lýsa áfram NFL-leikjum þar sem hann hefur sýnt einstaka takta sem áhorfendur elska.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×