Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:05 Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins. 1000 manna árshátíð fyrirtækisins hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Íslandspóstur Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29
Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05