Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:34 Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Vísir/vilhelm Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Aðgerðir almannavarna undanfarnar vikur vegna kórónuveirunnar eru aðeins upphitun fyrir langhlaup. Þá verður faraldur veirunnar að öllum líkindum ekki genginn yfir innan fárra vikna, líkt og margir hafa vonast til. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á upplýsingafundi almannavarna í dag. Fram kom á fundinum að vel yfir hundrað sýni hafa nú verið tekin vegna veirunnar og rúmlega 300 manns eru í sóttkví. Líkt og áður hefur komið fram eru tíu af ellefu tilfellum rakin til Ítalíu en hið ellefta til Austurríkis. Öll staðfest smit eru enn bundin við höfuðborgarsvæðið. Tuttugu og fjögur sýni eru nú til rannsóknar. Sjá einnig: Össur hættir við árshátíð um helgina Víðir vakti máls á því á fundinum að þegar hættumat af völdum veirunnar á heimsvísu væri skoðað væri oft talað um að svona faraldur gengi yfir á einhverjum vikum; átta, tólf, fjórtán eða hvað það nú væri. Það væri jafnframt mikilvægur hluti af vinnu almannavarna nú að horfa fram í tímann. Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/Vilhelm Víðir kvaðst þó vilja vekja athygli á því að þrátt fyrir að almannavarnir væru á fullri ferð, og hefðu verið það undanfarnar vikur, væri aðeins um að ræða „upphitun fyrir mjög langt hlaup“. Almannavarnir eigi eftir að vera til taks, tala saman og fara yfir hlutina í einhverja mánuði. Víðir sagðist einnig hafa fengið fjölda SMS-skilaboða frá fólki sem spurði hann hvort veiran yrði ekki gengin yfir eftir tvær vikur. Víðir sagði að fólk þyrfti að vera undirbúið undir það að svo yrði ekki. Allar áætlanir almannavarna og heilbrigðisyfirvalda miði að því að unnið verði að þessu verkefni næstu mánuði. „Staðreyndin er sú að faraldur sem við erum ekki með neinar varnir gegn, hann tekur töluverðan tíma að ganga yfir,“ segir Víðir. „Við verðum að vera vakandi fyrir því að við erum rétt að byrja í einhverju ferðalagi. Við vitum sirka hvernig það mun vera en vitum ekki hvað það varir í langan tíma.“ Hér að neðan má sjá upplýsingafundinn í heild sinni. Klippa: Útbreiðsla kórónuveiru - Fimmti blaðamannafundur
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Össur hættir við árshátíð um helgina Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. 3. mars 2020 14:11
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28