Chelsea sló Liverpool út úr bikarnum | Sjáðu mörkin

Sindri Sverrisson skrifar
Willian kátur eftir að hafa komið Chelsea í 1-0.
Willian kátur eftir að hafa komið Chelsea í 1-0. vísir/getty

Chelsea er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Liverpool í Lundúnum í kvöld.

Willian kom Chelsea yfir á 13. mínútu með þrumuskoti eftir misheppnaða sendingu Fabinho við vítateig Liverpool. Þó að skot Willians hafi verið fast þá fór það beint á Adrián sem einhvern veginn missti boltann í markið.

Kepa sneri aftur í mark Chelsea í kvöld og gerði vel þegar hann varði í þrígang skot úr vítateignum eftir hálftíma leik. Ross Barkley skoraði seinna mark heimamanna á 64. mínútu eftir góðan sprett fram völlinn í skyndisókn, með föstu skoti utan teigs. Mörkin má sjá hér að neðan.





Liverpool, sem er með 22 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn, hefur þar með tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum ef úrslit úr öllum keppnum eru talin. Liðið tapaði gegn Watford í deildinni um helgina og hafði áður tapað fyrir Atlético Madrid á útivelli í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir

Væri hálfviti ef að ég efaðist núna

Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið.

Arsenal fyrst í 8-liða úrslitin

Arsenal átti ekki í neinum vandræðum með að slá út C-deildarlið Portsmouth í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira