Enski boltinn

Ancelotti kærður en fær ekki bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. vísir/getty

Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að kæra Carlo Ancelotti, stjóra Everton, fyrir hegðun sína eftir leik Everton og Man. Utd.

Ancelotti var mjög óánægður með að mark síns liðs í lokin hefði verið dæmt af vegna rangstöðu á Gylfa Þór Sigurðsson. Ancelotti mótmælti í leikslok og fékk að líta rauða spjaldið.

Ancelotti sagði eftir leikinn að hann hefði ekki verið með neinn dónaskap við Chris Kavanagh dómara og hefði rætt það við hann í rólegheitum eftir leikinn.

Í kæru enska knattspyrnusambandsins kemur fram að Ancelotti geti lokað málinu með því að greiða 1,3 milljónir króna í sekt en því fylgi ekkert leikbann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×