Fótbolti

Albert byrjaður að spila aftur

Sindri Sverrisson skrifar
Albert Guðmundsson er kominn á ferðina á nýjan leik eftir meiðsli.
Albert Guðmundsson er kominn á ferðina á nýjan leik eftir meiðsli. mynd/stöð 2

Albert Guðmundsson hefur jafnað sig af beinbroti í ökkla og er í byrjunarliði varaliðs AZ Alkmaar sem tekur á móti Almere City í kvöld.

Albert hefur verið frá keppni í fimm mánuði eftir að hann meiddist í leik með AZ gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni. Hann er hins vegar kominn á ferðina og ætti því að koma til greina í íslenska landsliðshópinn fyrir EM-umspilið sem fram fer undir lok þessa mánaðar.

Næsti leikur aðalliðs AZ er á laugardaginn gegn ADO Den Haag en liðið er í harðri baráttu um hollenska meistaratitilinn við Ajax. Liðin eru jöfn að stigum með 53 stig, sex stigum á undan Feyenoord, þegar 24 umferðum af 34 er lokið. AZ féll hins vegar úr leik í Evrópudeild UEFA í síðustu viku, með tapi gegn LASK frá Austurríki sem mætir Manchester United í 16-liða úrslitum keppninnar.


Tengdar fréttir

Albert frá í 4-5 mánuði

Bein í ökkla landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar er brotið. Hann verður frá keppni næstu mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×