Maðurinn sem stýrði Liverpool á móti Aston Villa og Shrewsbury er farinn frá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 14:30 Neil Critchley kom Liverpool áfram í bikarnum en hætti hjá félaginu áður en kom að næsta leik í keppninni. Hér fagnar hann sigri á móti Shrewsbury Town. Getty/James Baylis Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira