Maðurinn sem stýrði Liverpool á móti Aston Villa og Shrewsbury er farinn frá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 14:30 Neil Critchley kom Liverpool áfram í bikarnum en hætti hjá félaginu áður en kom að næsta leik í keppninni. Hér fagnar hann sigri á móti Shrewsbury Town. Getty/James Baylis Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira