Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 23:49 Viðskiptavinir Costco eru vel sprittaðir þessa daganna. Vísir/Þórir Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55