Grealish vill leiða Aston Villa til sigurs á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 15:00 Grealish vonast til að lyfta titli síðar í dag. Vísir/Getty Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00