Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:00 Biden vann sterkan sigur í nótt. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann stórsigur í forvali flokksins í Suður-Karólínuríki í nótt. Biden hlaut 48,4 prósent atkvæða, en næstur kom öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 19,9 prósent. Með sigrinum tókst Biden að þrengja bilið milli sín og Sanders, en sá síðarnefndi leiðir nú kapphlaup Demókrata ef litið er til kjörmannsígilda. Í nótt fékk Biden 31 kjörmann, en Sanders tíu. Að loknu forvalinu í Suður-Karólínu er Sanders því með 57 kjörmannsígildi, Biden 51, borgarstjórinn Pete Buttigieg 26, öldungadeildarþingkonan Elizabeth Warren 8, og öldungadeildarþingkonan Amy Kloubuchar 7. Aðrir frambjóðendur hafa ekki náð kjörmönnum. Til þess að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og verða forsetaefnið sem tekst á við Donald Trump, sitjandi forseta, í kosningunum í haust þarf frambjóðandi að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna, nánar til tekið 1991 slíkan. Takist það ekki gæti farið svo að svokallaðir ofurkjörmenn (e. super delegates) komi sér saman um að velja einhvern annan en þann sem hlaut flest atkvæði frá almenningi í forvalinu. Úrslit næturinnar þykja afar góð fyrir Biden, ekki síst í ljósi þess að næstkomandi þriðjudagur, eða Ofurþriðjudagurinn, er forvalsframbjóðendum afar mikilvægur, en þá fer fram forval í 14 ríkjum Bandaríkjanna. 1344 kjörmenn verða þá á boðstólum, eða 34 prósent af heildarfjölda kjörmanna í forvalinu. Úrslitin í Suður-Karólínu eru talin geta veitt Biden ákveðinn skriðþunga inn í þriðjudaginn. Eftir úrslit næturinnar tilkynnti milljarðamæringurinn og viðskiptamaðurinn Tom Steyer um að hann ætlaði að draga sig út úr forvalinu, en honum hefur ekki enn tekist að ná kjörmanni á blað í þeim fjórum ríkjum þar sem forvalskosningar hafa farið fram. Hann var þriðji í forvalinu í Suður-Karólínu með rúm ellefu prósent atkvæða.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira