Svíar búa sig undir að það taki tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 20:45 Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Ellefu hafa látist í Svíþjóð af völdum COVID-19 og nærri fimmtán hundruð greinst með kórónuveiruna. Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, þar sem fjöldi Íslendinga starfar, segir fólk vera búa sig undir það andlega að það muni taka tíma fyrir faraldurinn að ganga yfir. Síðustu daga hefur þeim Svíum sem veikjast af COVID-19 fjölgað og þurft hefur að leggja sífellt fleiri inn á sjúkrahús. Sérstaklega í Stokkhólmi. Á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga en þar liggja nú nærri fimmtíu sjúklingar með COVID-19. Björn Zoega, forstjóri sjúkrahússins, segir róðurinn vera að þyngjast vegna veirunnar. „Það er að aukast smitið. Það eru að koma upp svona eyjar af smiti hér og þar í Stokkhólmi sem gengur erfiðlega að ráða við“ segir Björn. Hann segir unnið eftir sérstakri áætlun á spítalanum en á spítalanum liggja alls nærri ellefu hundruð sjúklingar sem þarf líka að passa að komi ekki nálægt þeim sem eru með veiruna. „Við vinnum eftir mjög föstum strúktor til þess að bæði taka við kórónavírussjúklingum og líka undirbúa okkur að taka á móti mikið fleiri slíkum sjúklingum. Lénið sem Stokkhólm tilheyrir það hefur líka ákveðna stýringu sem er þá svona næstum því hægt að kalla heraga. Enda er kerfið sem við vinnum eftir kennt við NATO,“ segir Björn Björn segir faraldurinn hafa mikil áhrif á sænskt samfélag. „Hér er auðvitað líka samkomubann en það er miðað við fimm hundruð manns. Maður sér og fær fréttir af því að það er mikið mikið færri sem að nota almenningssamgöngur. Það eru líka mikið mikið færri á ferli. Það er ekki búið að loka grunnskólum né leikskólum hérna. En þetta er svona skrýtin tilfinning og ég held að fólk sé bara að búa sig undir það andlega að þetta muni taka svolítinn tíma að ganga yfir og að hér verði fólk að hjálpast að,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira